UPPLÝSINGATÆKNIRÁÐGJÖF

Við kaup á nýju upplýsingakerfi er að mörgu að huga. Því miður margfaldast gjarnan heildarkostnaður fyrirtækja við kaup og innleiðingu á nýjum kerfum miðað við kostnaðaráætlun. Að fá óháðan aðila til að aðstoða við þarfagreiningu, val og innleiðingu á nýjum upplýsingakerfum er ótvíræður kostur sem getur sparað þínu fyrirtæki mikla fjármuni.

Val á upplýsingakerfum

Við veitum óháða ráðgjöf við val á nýjum upplýsingakerfum og aðstoðum einnig við skilgreiningu á mælikvörðum og því hvernig hægt er að mæla ávinninginn af því að kaupa nýtt kerfi.

Þarfagreining fyrir ný upplýsingakerfi

Við vinnum ítarlega þarfagreiningu fyrir ný upplýsingakerfi. Slík þarfagreining er nauðsynleg til að hægt sé að semja um hvaða þarfir teljist innan samninga.

Endurhönnun vinnuferla

Við aðstoðum viðskiptavini við að skilgreina vinnuferla út frá nýju upplýsingakerfi og þörfum fyrirtækisins.

Ráðgjöf við innleiðingu

Við tökum að okkur óháða ráðgjöf við innleiðingu á upplýsingakerfum.