REKSTRARRÁÐGJÖF

Fjármál fyrirtækja veitir alla almenna rekstrarráðgjöf, allt eftir þínum þörfum.

Við tökum að okkur að fara inn í fyrirtæki, gera ítarlega greiningu á rekstrinum og greina þau tækifæri sem þar er að finna. Ráðgjöfin getur t.d. falið í sér að skrásetja vinnuferla og koma með tillögur að endurbættum vinnuferlum. Hún getur einnig falið í sér greiningu á tækifærum til hagræðingar og tillögur þess efnis.

Jafnframt bjóðum við upp á aðgerðaráætlun og eftirfylgni með henni.

Stjórnendaupplýsingar

Við skilgreinum skýrslur, mælikvarða og kennitölur rekstrarins fyrir allar tegundir fyrirtækja og greinum hvernig einfaldast er að ná þeim út úr rekstrinum miðað við núverandi stöðu, t.d. út frá því hvaða tölvukerfi er verið að nota. Við gerum einnig hönnunarlýsingu ef sérhanna þarf skýrslurnar og skilgreinum ferla í kringum skýrslugerðina.

Þau fyrirtæki sem eru í reglulegri bókhaldsþjónustu fá skýrslur úr rekstrinum á tveggja eða þriggja mánaða fresti eftir samkomulagi.

Rannsókn á bókhaldi

Við gerum rannsóknir á bókhaldi og rekstri fyrirtækja fyrir eigendur þeirra.

Fjármögnun

Við sjáum um, aðstoðum við og veitum ráðgjöf við fjármögnun stórra og smárra fjárfestinga og verkefna.

Verðmat

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að verðmeta kaup- og sölutækifæri og notum til þess viðurkenndar aðferðir. 

Rekstraráætlanir

Við tökum að okkur allar gerðir áætlana, s.s. fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir, sjóðsstreymisáætlanir og viðskiptaáætlanir. 

Stofnun fyrirtækja

Við aðstoðum viðskiptavini við að stofna fyrirtæki og getum séð um allt sem því fylgir.