FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA

Fjármál fyrirtækja býður upp á alhliða fjármálaþjónustu eins og fjármáladeildir fyrirtækja veita. Hver viðskiptavinur fær eigin viðskiptastjóra sem sinnir málum eins og hann væri fjármálastjóri fyrirtækisins. Við beitum stöðluðum og gegnsæjum vinnuaðferðum og veitum viðskiptavinum reglulegar upplýsingar um stöðu rekstursins. Við aðstoðum viðskiptavini okkar m.a. við:

·        Endurfjármögnun

·        Eigna- og skuldastýringu

·        Að semja við lánardrottna og banka

·        Að lesa yfir samninga

·        Skýrslugerð

·        Excel-líkön

·        Áætlanagerð

·        Aðhaldsaðgerðir og eftirfylgni

·        Að setja upp vinnuferla

·        Rannsókn á bókhaldi

Fjármálastjórn

Hjá okkur getur þú leigt fjármálastjóra til lengri eða skemmri tíma. Fjármálastjórinn starfar eins og starfsmaður fyrirtækisins en þó aðeins í hlutastarfi.

Bókhald

Við tökum að okkur að færa bókhald fyrir fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök af öllum stærðum og gerðum. Þú getur valið um að fá stöðuga þjónustu allt árið, með milliuppgjörum og rekstrarskýrslum, eða koma með allt bókhald ársins á sama tíma og fá eitt uppgjör fyrir allt árið. Við leggjum áherslu á að stemma af fyrir hvert uppgjör.

Við færum bókhald fyrirtækja yfir í okkar kerfi (DK) eða fjartengjumst þínu kerfi. Starfsmenn okkar hafa reynslu af öllum helstu fjárhagskerfum landsins.

Einnig bjóðum við upp á afleysingaþjónustu fyrir fyrirtæki sem þurfa á tímabundinni bókhaldsþjónustu að halda, s.s. vegna veikinda, orlofs eða árstíðabundins álags.

Laun

Launavinnsla krefst talsverðrar sérhæfingar sem borgar sig ekki fyrir minni fyrirtæki að byggja upp. Því er tilvalið að útvista launavinnslunni til okkar.

Við sinnum öllum launatengdum málum – við reiknum út launin, sendum út launaseðla, skilum staðgreiðslu og skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga og sendum launamiða til skattsins um áramót. Fyrirtæki geta sjálf séð um greiðslu launanna eða fengið okkur til að sjá um greiðslurnar. Sé fyrirtæki einnig með bókhaldsþjónustu hjá okkur sjáum við um að keyra launaupplýsingarnar inn í bókhaldið.

Virðisaukaskattur

Við skilum virðisaukaskattsskýrslum til skattayfirvalda annan hvern mánuð. Við það stofnast krafa í netbanka viðskiptavina.

Greiðslur

Við tökum að okkur að greiða reikninga, laun og aðrar skuldbindingar fyrir viðskiptavini. Einnig getum við samið um greiðslufyrirkomulag við lánardrottna og fjármálastofnanir.

Reikningagerð

Við tökum að okkur reikningagerð fyrir viðskiptavini, sendum þá til skuldunauta og í innheimtu til banka eða innheimtufyrirtækis þegar þess er óskað.

Uppgjör

Við mælum með því við alla stærri viðskiptavini að þeir láti færa bókhaldið jafnóðum og gera uppgjör á tveggja mánaða fresti (ef starfsemin er virðisaukaskattskyld) eða þriggja mánaða fresti. Þetta verklag auðveldar fyrirtækjum að skilja reksturinn og grípa tímanlega til nauðsynlegra aðgerða.

Ársreikningar

Við gerum ársreikninga fyrir viðskiptavini, hvort sem bókhaldið er fært af okkur eða annars staðar. Við skilum ársreikningum rafrænt til ársreikningaskrár.