MARKMIÐ FYRIRTÆKISINS

Fjármál fyrirtækja gerir gögn að upplýsingum

Þú ert sérfræðingur í þínum rekstri – en við erum sérfræðingar í því að skilja gögnin þín. Fyrirtæki sem lítur á bókhald sem illa nauðsyn missir af mörgum tækifærum til vaxtar, því að með réttri greiningu geta bókhaldsgögnin sagt mikilvæga sögu. Með því að blanda saman þekkingu af bókhaldi og þekkingu af upplýsingakerfum verður til sú sérþekking sem er okkar helsti styrkur.

Við skiljum gögnin og við vitum líka hvernig er best að finna þau.

Fjármál fyrirtækja leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og skýra upplýsingagjöf til viðskiptavina. Við köllum fram þær upplýsingar sem felast í rekstrinum á einfaldan og þægilegan hátt til að auðvelda þér að taka mikilvægar ákvarðanir þannig að reksturinn geti vaxið og dafnað.

Hver viðskiptavinur fær eigin viðskiptastjóra sem hann getur leitað til með stór og smá verkefni og vandamál sem tengjast rekstrinum.

Markmið okkar er að styðja viðskiptavini okkar til að verða betri á sínu eigin sviði með því að veita þeim trausta og vandaða alhliða þjónustu á sviði fjármála og rekstrar.

Hagsmunir viðskiptavinanna skipta okkur öllu máli og þetta er leiðarljósið í allri okkar nálgun:

Gögnin þín leggja grunninn að góðum ákvörðunum í rekstri.

 
 

EIGANDI

Eigandi Fjármála fyrirtækja ehf. er Ína Björk Hannesdóttir. Ína er með MSc. próf í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og hefur á undanförnum átján árum starfað hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, s.s. Eimskip, Advania, Marel og Össuri. Í gegnum störf sín hefur Ína öðlast fjölbreytta reynslu en sérsvið hennar liggur á sviði fjármála, reksturs, upplýsingatækni og stjórnunar.

 
 

2013

2012

2011                -                

2008 - 2011

2004 - 2008     - 

2000 - 2004        -         

1995 - 2000

Stjórnarformaður Leigufélagsins Kletts

Rekstrarstjóri Þróunarsviðs hjá Össuri.

Verkefnastjóri á fjármálasviði hjá Össuri í verkefni sem snerist um alþjóðlega samræmingu vinnuferla með áherslu á upplýsingakerfi.

Fjármálastjóri Verne Holding.

Forstöðumaður rekstrarsviðs/fjármálastjóri hjá Hug og síðar HugAx (nú Advania).

Hópstjóri, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Skýrr (nú Advania) í Oracle E-Business Suite hópi.

Aðalféhirðir, sérfræðingur í upplýsingakerfum, verkefnastjóri o.fl. hjá Eimskip.

 
 

HELSTU VERKEFNI

  • Hefur starfað sem fjármála- og rekstrarstjóri í stórum og smáum fyrirtækjum.

  • Hefur tekið þátt í stórum, smáum, flóknum og einföldum innleiðingarverkefnum á ólíkum upplýsingakerfum frá árinu 1998. Hefur gegnt hlutverki ráðgjafa, verkefnastjóra og verkkaupa í þessum verkefnum. Verkefnin hafa t.a.m. falið í sér þarfagreiningu, endurskilgreiningu vinnuferla, skilgreiningu á breytingum og séraðlögunum, uppsetningu kerfa og kennslu.

  • Hefur gert flókin rekstrarlíkön sem hafa verið nýtt við endurfjármögnun og verðmat á fyrirtækjum.

  • Hefur skilgreint mælikvarða og skýrslur fyrir stjórnendur í öllum störfum síðastliðin átján ár..
  • Hefur stofnað og unnið að sameiningu fyrirtækja.

  • Hefur kennt dæmatíma í HÍ og HR og sinnt kennslu á ýmis upplýsingakerfi.
 
 

Ítarlega ferilskrá er hægt að fá með því að senda tölvupóst á info@fjarmal.is.