FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA

Fjármál fyrirtækja býður  alhliða fjármálaþjónustu eins og fjármáladeildir fyrirtækja veita. Hver viðskiptavinur fær eigin viðskiptastjóra sem sinnir málum eins og hann væri fjármálastjóri fyrirtækisins. Við beitum stöðluðum og gegnsæjum vinnuaðferðum og veitum viðskiptavinum reglulegar upplýsingar um stöðu rekstursins. Hjá okkur getur þú leigt fjármálastjóra til lengri eða skemmri tíma.

Meira >

 

REKSTRARRÁÐGJÖF

Fjármál fyrirtækja veitir alla almenna rekstrarráðgjöf, allt eftir þínum þörfum. Við tökum að okkur að fara inn í fyrirtæki, gera ítarlega greiningu á rekstrinum og greina þau tækifæri sem þar er að finna. Ráðgjöfin getur t.d. falið í sér að skrásetja vinnuferla og koma með tillögur að endurbættum vinnuferlum. Hún getur einnig falið í sér greiningu á tækifærum til hagræðingar og tillögur þess efnis.

Meira >

UPPLÝSINGATÆKNIRÁÐGJÖF

Við kaup á nýju upplýsingakerfi er að mörgu að huga. Því miður margfaldast gjarnan heildarkostnaður fyrirtækja við kaup og innleiðingu á nýjum kerfum miðað við kostnaðaráætlun. Að fá óháðan aðila til að aðstoða við þarfagreiningu, val og innleiðingu á nýjum upplýsingakerfum er ótvíræður kostur sem getur sparað þínu fyrirtæki mikla fjármuni.

Meira >